Home Fréttir Í fréttum Seg­ir mal­ar­torg við Bessastaði vera sorg­legt

Seg­ir mal­ar­torg við Bessastaði vera sorg­legt

188
0
Mynd: Krist­inn Magnús­son

Bæj­ar­yf­ir­völd í Garðabæ hafa tekið vel í ábend­ingu frá íbúa í Garðabæ varðandi frá­gang á hring­torgi á móts við Bessastaði. Bæj­ar­ráð fól bæj­ar­stjóra að taka upp viðræður við Vega­gerðina vegna máls­ins.

<>

Í ábend­ing­unni kem­ur fram að hring­torgið fyr­ir fram­an for­seta­bú­staðinn sé mal­ar­hring­torg og lág­kúru­legt að mati bréf­rit­ara.

„Er ekki mögu­legt að veita því smá and­lits­lyft­ingu? Leyfa ung­um hönnuðum eða lista­mönn­um að spreyta sig í hönn­un­ar­keppni um áhuga­verða út­komu á þessu hring­torgi?

Margt spenn­andi kem­ur til greina, eitt­hvað tengt sjón­um og sjó­mennsku en lengi vel var sjó­mennska ein aðal­at­vinnu­grein Álft­nes­inga. Eða stytta af hesti eða hest­um, en marg­ir íbú­ar Álfta­ness eru mikl­ir hesta­menn.

Eitt­hvað tengt Bessa­stöðum, t.d stytta af Svein­birni Eg­ils­syni, rektor Bessastaðaskóla,“ seg­ir m.a. í bréf­inu.

„En fyrst og fremst þarf að gera brag­ar­bót á þessu mal­ar­torgi. Það er eig­in­lega bara sorg­legt.“

Heimild: Mbl.is