Home Fréttir Í fréttum Al­votech reis­ir stór­hýsi í Vatns­mýr­inni

Al­votech reis­ir stór­hýsi í Vatns­mýr­inni

284
0
Höfuðstöðvar Al­votech í Vatns­mýri. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í borg­ar­kerf­inu er nú til meðferðar um­sókn um leyfi til að byggja viðbygg­ingu, fjór­ar hæðir og kjall­ara, stein­steypta, ein­angraða og klædda glerklæðningu, við há­tækni­set­ur Al­votech á lóð við Sæ­mund­ar­götu. Hið nýja hús verður sam­tals 13.286 fer­metr­ar. PK arki­tekt­ar eru aðal­hönnuðir.

<>

Málið var tekið fyr­ir á fundi skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur sl. föstu­dag og ger­ir hann ekki skipu­lags­leg­ar at­huga­semd­ir við er­indið að öðru leyti en því að breyta þarf bíla­stæðum í götu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í  dag.

Nú­ver­andi bygg­ing Al­votech á Sæ­mund­ar­götu 15-19 í Vatns­mýr­inni var reist árið 2016 og er tæp­lega 13 þúsund fer­metr­ar að stærð. Bruna­bóta­mat sam­kvæmt fast­eigna­skrá er rúm­ir 4,2 millj­arðar króna. Húsið er hluti af Vís­inda­görðum Há­skóla Íslands. Viðbygg­ing­in mun rísa sunn­an við nú­ver­andi hús.

Vegna vax­andi um­svifa stefn­ir lyfjaþró­un­ar­fyr­ir­tækið Al­votech á að fjölga starfs­mönn­um í höfuðstöðvum fé­lags­ins í Vatns­mýri á næstu miss­er­um, að því er fram kom í frétt hér í blaðinu í sept­em­ber sl. Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa nú um 500 vís­inda­menn og sér­fræðing­ar frá 45 þjóðlönd­um, á Íslandi, í Þýskalandi, Sviss og í Banda­ríkj­un­um.

Heimild: Mbl.is