Home Fréttir Í fréttum Rak skúffu vörubíls í brú

Rak skúffu vörubíls í brú

156
0
Frá vettvangi í morgun. HALLDÓR SIGURÐSSON /visir.is

Umferðaróhapp varð á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar skömmu eftir klukkan átta í morgun þegar skúffa vörubíls rakst í brúna þegar ekið var undir hana.

<>

Í tilkynningu frá lögreglu segir að skúffan hafi brotnað af festivagni en að engin slys hafi orðið á fólki.

„Einhverjar skemmdir á brúnni og vörubifreið og þá þurfti að þrífa vettvang en glussi hafði farið um alla götuna,“ segir í tilkynningunni.

Heimild: Visir.is