Home Fréttir Í fréttum Bát­ar smíðaðir í húsi Tans?

Bát­ar smíðaðir í húsi Tans?

128
0
Geirs­gata 11 Hefst þar smíði trefja­bát mbl.is/​sisi

Ask Arki­tekt­ar ehf. hafa sent fyr­ir­spurn til Reykja­vík­ur­borg­ar þess efn­is hvort leyfð verði starf­semi sem fel­ur í sér þróun og fram­leiðslu trefja­báta í hús­inu á lóð nr. 11 við Geirs­götu. Beiðninni var vísað til um­sagn­ar verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa.

<>

Um­rætt hús hef­ur verið í frétt­um und­an­farið vegna áforma malasíska auðkýf­ings­ins Vincents Tans, eig­anda Geirs­götu 11, um að byggja rúm­lega 33 þúsund fer­metra bygg­ingu með hót­eli á Miðbakka hafn­ar­inn­ar. Borg­ar­yf­ir­völd höfnuðu sem kunn­ugt er beiðni Tans.

Fram kem­ur í bréfi ASK að Rafn­ar ehf., fé­lag sem þróar og fram­leiðir trefja­báta, hafi hug á að vera með hluta fram­leiðslu sinn­ar í Geirs­götu 11. Fram­leiðslan sé í lokuðu kerfi og lít­il sem eng­in lykt eða önn­ur meng­un af henn­ar völd­um.

Um er að ræða hluta húss­ins, eða 1.500 fer­metra fram­leiðslu­rými og 200 fer­metra skrif­stof­ur. Tekið er fram að hús­næðið sé til út­leigu til skemmti tíma (3-5 ár) á meðan framtíðarnýt­ing lóðar­inn­ar verði skoðuð.

Heimild: Mbl.is