Home Fréttir Í fréttum Áralöng bið Krónunnar eftir lóð á Akureyri á enda

Áralöng bið Krónunnar eftir lóð á Akureyri á enda

315
0
Mynd: Ruv.is
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samning um deiliskipulag á svokölluðum Hvannavallareit við Tryggvabraut á Akureyri.
Þar með er áralöng bið matvörukeðjunnar Krónunnar eftir lóð á Akureyri á enda. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig búðin mun líta út en verkefnið er í mótun og enn á frumstigi.

„Vissulega legið í loftinu lengi“

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við bygginu á nýrri verslun Krónunnar á næstu mánuðum og að búðin verði opnuð árið 2022. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdarstjóri Krónunnar, segir opnun á Akureyri hafa legið lengi í loftinu.

<>

„Við fögnum því að fá þessa hluti á hreint. Þetta hefur vissulega legið í loftinu lengi. Það var nú bara í síðustu viku sem deiliskipulagið var samþykkt og síðan samþykkt á fundi bæjarráðs í kjölfarið. Svo er það bara á morgun sem að bæjarstjórn að öllum líkindum staðfestir þetta,“ segir Ásta Sigríður.

Vonar að samkeppni aukist á Akureyri

Hún segir það hafa verið draumur hjá fyrirtækinu í mörg ár að opna verslun á Akureyri. „Eins og oft vill verða með deiliskipulagsmál og annað þá tekur það lengri tíma en maður vonast eftir. Þetta er reitur sem er töluvert flókinn og margar lóðir sem liggja þarna að.“

Heldur þú að þetta komi til með að auka samkeppni á matvörumarkaði á Akureyri? 

„Ég ætla bara rétt að vona það. Við elskum virka samkeppni og ég held að það sé bara jafn mikilvægt á Akureyri eins og í öllum öðrum stórum bæjum á landinu.“

Hvannavallareitur við Tryggvabraut. Mynd: Óðinn Svan Óðinsson – RÚV

Heimild: Ruv.is