Home Fréttir Í fréttum Hitaveitan á Hornafirði gangsett fyrir áramót

Hitaveitan á Hornafirði gangsett fyrir áramót

146
0
Mynd: RARIK/Pétur Ágúst Unnsteinsson - Dælustoð í Hoffelli
Framkvæmdum við nýja hitaveitu á Höfn í Hornafirði miðar vel og senn líkur lagningu á 20 kílómetra stofnlögn frá heitavatnsholum í Hoffelli.
Ekki er þorandi að afleggja kyndistöðina í bænum fyrr en reynsla er komin á nýtingu jarðhitasvæðisins.

Heitavatnstankur er risinn í Hoffelli og samkvæmt upplýsingum frá RARIK er nú verið að ljúka við borholuhús og dælustöðvar þar og á Stapa.

<>

Einnig þarf að breyta kyndistöðinni á Hornafirði sem hefur hitað vatn með rafmagni eða olíu. Í kyndistöðinni verður mögulega komið fyrir varmadælu til að nýta varma úr svokölluðu bakvatni sem kemur frá húsum.

Það er óvíst hvort þörf verður á slíku og ræðst af því hvernig jarðhitakerfið í Hoffelli reynist. Sjálfur kyndarinn verður áfram til staðar til vara á meðan reynsla fæst á rekstur hitaveitunnar.

RARIK stefnir á að tengja nýju stofnlögnina við dreifikerfi veitunnar á Höfn fyrir áramót. Tveir þriðju hlutar bæjarbúa eru tengdir gömlu fjarvarmaveitunni og fá því hitaveituvatn nánast um leið.

Næstir í röðinni eru nýir notendur í Nesjum og Nesjahverfi. Hinir þurfa að bíða en mislengi. Nú þegar hafa um 100 heimili og fyrirtæki á Höfn sótt um tengingu við nýja hitaveitu.

Strax eftir áramót verður haldið áfram að tengja hús sem liggja við dreifikerfið og fljótlega býður RARIK svo út nýjar stofnlagnir í Vesturbraut og Silfurbraut. Áætlað er að þær framkvæmdir geti hafist snemma næsta vor og í framhaldinu geta nýir notendur í þeim götum tengst hitaveitunni.

Heimild: Ruv.is