Örn Þór Halldórsson arkitekt hefur áhyggjur af því að breytingartillaga á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar muni heimila of þétta byggð sem gæti komið niður á íbúum í nýbyggingum borgarinnar.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, telur að svo verði ekki.
Örn telur að með breytingartillögunni séu „verstu hugsanlegu aðstæður“ hvað varðar hæð húsa miðað við breidd gatna gerðar að viðmiði.
Göturýmin megi vera svo þröng og húsin svo há að sólar njóti ekki við „nema á hásumri og tæpast við göturýmið. Það er það sem við sjáum á Hlíðarenda,“ segir Örn, sem starfaði áður sem arkitekt hjá Reykjavíkurborg.
Hann segir stöðuna einmitt sérstaklega slæma í nýja hverfinu á Hlíðarenda þar sem afar takmörkuð birta sé lungann úr deginum í sumum íbúðum að vetri til.
Sigurborg segir að sérstaklega sé unnið með birtu í öllu skipulagi borgarinnar.
Heimild: Mbl.is