Home Fréttir Í fréttum Heim­ili of þétta byggð

Heim­ili of þétta byggð

161
0
Ólaf­ur seg­ir að í gild­andi aðal­skipu­lagi var mælt­gegn upp­bygg­ingu eins og á sér staðá Hlíðar­enda. Það mætti má færa fyr­ir þvír­ök að hún hafi verið í and­stöðu viðgild­andi aðal­skipu­lag.

Örn Þór Hall­dórs­son arki­tekt hef­ur áhyggj­ur af því að breyt­ing­ar­til­laga á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar muni heim­ila of þétta byggð sem gæti komið niður á íbú­um í ný­bygg­ing­um borg­ar­inn­ar.

<>

Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs borg­ar­inn­ar, tel­ur að svo verði ekki.

Örn tel­ur að með breyt­ing­ar­til­lög­unni séu „verstu hugs­an­legu aðstæður“ hvað varðar hæð húsa miðað við breidd gatna gerðar að viðmiði.

Götu­rým­in megi vera svo þröng og hús­in svo há að sól­ar njóti ekki við „nema á hásumri og tæp­ast við götu­rýmið. Það er það sem við sjá­um á Hlíðar­enda,“ seg­ir Örn, sem starfaði áður sem arki­tekt hjá Reykja­vík­ur­borg.

Hann seg­ir stöðuna ein­mitt sér­stak­lega slæma í nýja hverf­inu á Hlíðar­enda þar sem afar tak­mörkuð birta sé lung­ann úr deg­in­um í sum­um íbúðum að vetri til.

Sig­ur­borg seg­ir að sér­stak­lega sé unnið með birtu í öllu skipu­lagi borg­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is