Home Fréttir Í fréttum Eft­ir­sótt að byggja við höfn­ina

Eft­ir­sótt að byggja við höfn­ina

175
0
Faxa­flóa­hafn­ir eru ekki með áform um að fara í upp­bygg­ingu á Miðbakka um­fram það sem sýnt er í gild­andi skipu­lags­lýs­ingu. Tölvu­teikn­ing/​Yrki Arki­tekt­ar

Gamla höfn­in í Reykja­vík hef­ur gengið í end­ur­nýj­um lífdaga á und­an­förn­um árum. Þar hafa risið íbúðar­hús og hót­el, afþrey­ing­ar­fy­ritæki hafa tekið til starfa, ný veit­inga­hús verið opnuð og svo mætti áfram telja.

<>

Höfn­in hef­ur mikið aðdrátt­ar­afl, bæði fyr­ir Íslend­inga og er­lenda ferðamenn.

Það þurfti því ekki að koma á óvart þegar Morg­un­blaðið flutti af því frétt­ir í júní í sum­ar að malasíski auðkýf­ing­ur­inn Vincent Tan vildi byggja rúm­lega 33 þúsund fer­metra fjöl­nota­bygg­ingu á Miðbakka hafn­ar­inn­ar.

Send var inn fyr­ir­spurn þess efn­is sem vísað var til um­sagn­ar verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar.

Vincent Tan var fyrst þekkt­ur á Íslandi sem eig­andi velska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Car­diff City, en með því liði lék landsliðsfyr­irliðinn Aron Ein­ar Gunn­ars­son um ára­bil. Tan komst aft­ur í frétt­irn­ar í fyrra, þegar hann keypti meiri­hluta í Icelanda­ir Hotels af Icelanda­ir Group.

Fimm stjörnu lúx­us­hót­el

Hinn 11. nóv­em­ber sl. birti ViðskiptaMogg­inn viðtal við Tryggva Þór Her­berts­son full­trúa Vincents Tans hér á landi.

Þar upp­lýsti Tryggvi Þór að malasíski kaup­sýslumaður­inn hefði tryggt 40 millj­arða króna fjár­mögn­un til þess að hefjast handa við upp­bygg­ingu húss­ins.

Í hluta þess á að reka 150 her­bergja fimm stjörnu lúx­us­hót­el und­ir merkj­um Four Sea­sons-keðjunn­ar. Hún myndi einnig þjón­usta 100 fimm stjörnu þjón­ustu­íbúðir í hús­inu, sem seld­ar yrðu einkaaðilum.

Nokkr­um dög­um áður en viðtalið birt­ist, eða hinn 6. nóv­em­ber, hafði embætti skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur tekið nei­kvætt í fyr­ir­spurn­ina, m.a. með til­vís­an til lóðar­eig­and­ans, Faxa­flóa­hafna, sem tók nei­kvætt í er­indið.

Gamla höfn­in í Reykja­vík var byggð upp í áföng­um á fyrri hluta síðustu ald­ar, eða fyr­ir rúm­lega hundrað árum.

Síðan þá hef­ur at­hafna­rými verið aukið stór­lega með land­fyll­ing­um, ekki síst í Örfiris­ey. Á ár­un­um 1992-1993 var Miðbakki, fyr­ir fram­an hafn­ar­húsið, flutt­ur fram með land­fyll­ing­um.

Mest var breikk­un­in næst Gróf­ar­bakka eða um 90 metr­ar en minnst næst Aust­ur­bakka, 30 metr­ar. Á þessu svæði eru lóðirn­ar Geirs­gata 11-15, þar sem malasíski millj­arðamær­ing­ur­inn vill byggja stór­hýsið.

Á lóðinni Geirs­götu 11 stend­ur vöru­skemma, 2.574 fer­metr­ar, sem reist var árið 1982 úr for­steypt­um ein­ing­um og er varðveislu­gildi henn­ar ekki talið mikið. Þar voru fyrst vöru­geymsl­ur Rík­is­skipa, en síðar var þar fisk­vinnsla Jóns Ásbjörns­son­ar hf. og Fisk­kaupa hf. sem seldu Guðmundi Kristjáns­syni í Brimi húsið.

Hann seldi svo fé­lagi Vincents Tans, Berjaya Corporati­on, húsið á 1.670 millj­ón­ir í fyrra. Áður hafa komið fram hug­mynd­ir um stór­fellda upp­bygg­ingu á lóðinni en þeim hef­ur verið hafnað.

Má nefna að Guðmund­ur í Brimi sótti árið 2018 um að fá að byggja tæp­lega 28 þúsund fer­metra hús á lóðinni.

Lóðin Geirs­gata 11 er í eigu Faxa­flóa­hafna en Berjaya Corporati­on er lóðar­hafi. Fyr­ir­tækið ræður ekki yfir lóðunum núm­er 13 og 15, sem eru í eigu Faxa­flóa­hafna.

Engu að síður óskaði fyr­ir­tækið eft­ir því við Reykja­vík­ur­borg að fyr­ir­hugað stór­hýsi yrði skipu­lagt á lóðunum þrem­ur. Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Faxa­flóa­hafna, brást hart við viðtal­inu við Tryggva Þór.

Hún sagði í viðtali við mbl.is að Vincent Tan hefði eng­in vil­yrði fyr­ir því að hann geti byggt á Miðbakk­an­um. „Það sem áformin snú­ast um er langt um­fram skipu­lag, langt um­fram gild­andi skipu­lags­lýs­ingu og það er eng­inn samn­ing­ur til á milli hans og hafn­ar­inn­ar,“ sagði Krist­ín Soffía.

Þetta væri lík­ast því að vilja byggja á lóð ná­grann­ans án þess að hafa nokk­urt vil­yrði þess efn­is.

Í um­sögn Magnús­ar Þórs Ásmunds­son­ar hafn­ar­stjóra frá 27. októ­ber sl. seg­ir m.a. að að svo stöddu hafi Faxa­flóa­hafn­ir ekki áform um að fara í upp­bygg­ingu á Miðbakka um­fram það sem sýnt er í gild­andi skipu­lags­lýs­ingu.

Ekki verði hugað að upp­bygg­ingu þar fyrr en eft­ir að Vest­ur­bugt­in vest­an Slipps­ins hef­ur byggst upp og að feng­inni reynslu borg­ar­búa af þeirri teg­und byggðar.

Búið sé að byggja þétt í kring­um höfn­ina á þessu svæði og frek­ari upp­bygg­ing með há­reist­um bygg­ing­um hindri sjón­lín­ur til hafn­ar og sjáv­ar.

Faxa­flóa­hafn­ir leggi áherslu á að for­gangsraða upp­bygg­ingu á hafn­ar­svæðum þannig að hún þjóni hafn­sæk­inni starf­semi og skerði ekki framtíðar­tæki­færi í þeirri starf­semi.

Heimild: Mbl.is