Home Fréttir Í fréttum Vegagerðin: Fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja brú á Hverfisfljót í Skaftárhreppi

Vegagerðin: Fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja brú á Hverfisfljót í Skaftárhreppi

162
0
Ný brú á Hverfisfljót í Skaftárhreppi

Vegagerðin kynnir hér fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja brú á Hringvegi (vegnúmer 1-a3) um Hverfisfljót í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.

<>

Í tengslum við byggingu nýrrar brúar þarf að endurbyggja Hringveginn á kafla.

Fyrirhugað er að byggja nýja 74 m langa og tvíbreiða brú yfir Hverfisfljót á Hringvegi, vegnúmer 1, við hlið núverandi brúar, eða 20 m neðan hennar, auk vega sem tengja nýja brú núverandi vegakerfi.

Nýr vegur og brú verða samtals um 2,2 m löng, þar af verður 1,1 km nýlögn og 1,1 km endurbygging núverandi vegar (sjá teikningar 1-4).

Einnig verður byggður nýr áningarstaður við Hverfisfljót í stað núverandi áningarstaðar sem hverfur undir nýjan veg.

Á þessum stað er fallegt útsýni í átt að Lómagnúp og Öræfajökli og því er nauðsynlegt að byggja nýjan, öruggan og stærri áningarstað.

 

Framkvæmdin er ekki matsskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 með síðari breytingum, en kanna þarf matsskyldu hennar, skv. 6. gr. sömu laga, 1. viðauka. Lið 10.09.

Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra á umhverfið verði sem minnst.

Samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila og sveitarfélag við undirbúning framkvæmdarinnar.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar.

Vegagerðin hefur sent kynningarskýrsluna til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdarinnar. Umsagnaraðilar hafa frest til 25. nóvember til að skila umsögn til Skipulagsstofnunar.

Sjá frekar og kynningarskýrsluna

Heimild: Vegagerðin.is