Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið um byggingu 3,3 milljarða byggingar á Al­þingis­reit

Samið um byggingu 3,3 milljarða byggingar á Al­þingis­reit

302
0
Undir samninginn rituðu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri fyrir hönd Alþingis og fyrir hönd verktaka Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verktaka. Mynd: ALÞINGI

Samningur við ÞG verktaka um þriðja áfanga byggingar fimm hæða skrifstofuhúss á Alþingisreit var undirritaður í dag.

<>

Í tilkynningu frá Alþingi segir að undir samninginn hafi ritað þau Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri fyrir hönd Alþingis og fyrir hönd verktaka Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verktaka.

„Í þriðja áfanganum felst uppsteypa og fullnaðarfrágangur.

Flatarmál aðalbyggingarinnar verður 5.073 m² að viðbættum 1.307 m² bílakjallara og kostnaðaráætlun þessa verkhluta er 3.340.725.282 m. vsk.

Verktakinn er þegar byrjaður að koma sér fyrir á svæðinu og eru verklok áætluð í lok apríl 2023.

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með byggingaframkvæmdunum en arkitektar Studio Granda hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í hönnunarsamkeppni sem haldin var árið 2016.

Aðilar hönnunarteymis eru Studio Granda og EFLA.

Í byggingunni sem rís að Tjarnargötu 9, á milli Kirkjustrætis, Vonarstrætis og Tjarnargötu, verða skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstaða fyrir þingflokka og starfsfólk þeirra, fundaherbergi fastanefnda, vinnuaðstaða fyrir starfsfólk nefndanna og mötuneyti.

Öll þessi aðstaða er nú í leiguhúsnæði,“ segir í tilkynningunni.

Heimild: Visir.is