Home Fréttir Í fréttum Íbúðalánasjóður kaupir nýtt lánakerfi

Íbúðalánasjóður kaupir nýtt lánakerfi

89
0

Íbúðalánasjóður hefur framkvæmt útboð á nýju tölvukerfi fyrir útlán fyrirtækisins. Tilboð í tölvukerfið voru opnuð í gær og var Reiknistofa bankanna með lægsta boð sem hljóðaði upp á 72,9 milljónir króna.

<>

Kostnaðarmat var 77,1 milljón króna. Þá bauð Applicon bauð 77,3 milljónir króna og Libra 105 milljónir króna. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá Íbúðalánasjóði um hvaða tilboð verði fyrir valinu þar sem ekki sé búið að reikna kostnað við rekstur kerfanna.

Í útboðsgögnum kom fram að lánakerfið þurfi að ráða við fleiri tegundir lána en þau sem Íbúðalánasjóður býður upp á nú sem séu vísitölutengd með föstum vöxtum. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um breytta útlánastefnu sjóðsins. „Kaupin eru fyrst og fremst vegna hagræðingar í rekstri. Sjóðurinn er með yfir hundrað þúsund lán í umsýslu núna og það þarf að halda utan um þessi lán burtséð frá því hvað stjórnvöld ákveða síðan með framtíð sjóðsins,“ segir Hermann. Vonast er til að hið nýja lánakerfi geti verið 20 til 50 prósent ódýrara í rekstri en gamla kerfið.

Heimild:  Vísir.is