Home Fréttir Í fréttum Verkís kemst áfram í forvali um hönnun á iðn- og vélskóla í...

Verkís kemst áfram í forvali um hönnun á iðn- og vélskóla í Sisimiut á Grænlandi

118
0
Sisimiut Mynd: Verkís

Verkís og S&M Verkis hafa verið valin ásamt arkitektastofunni KHR í Danmörku til að koma með tillögu að hönnun á iðn- og vélskóla í Sisimiut á Grænlandi. Sex öflug og reynslumikil teymi tóku þátt í forvali og voru þrjú valin til að halda áfram í næsta áfanga.

<>

KHR/Verkís/S&M Verkis voru með næst hæstu einkunn af teymunum sex. Við mat á umsóknum var litið til skipulags, ferilskráa og reynslu.

Í umsögn um þátttöku Verkís, S&M Verkis og KHR kom meðal annars fram að litið hefði verið til þess að umsækjendur væru með mikla reynslu hvað varðar hönnun á skólum, hönnun á stærri verkefnum og flækjustig framkvæmda á Grænlandi.

Verkkaupi er ríkisstjórn Grænlands.

Þessa dagana vinnur Verkís að verkfræðihönnun stærsta skóla Grænlands og er það verkefni unnið með S&M Verkis og KHR í Danmörku.

Heimild: Verkís.is