
Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í vikunni að ráðast í útboð á byggingu nýs Kársnesskóla.
Byggingin er ætluð fyrir leikskóla og yngri deildir grunnskóla, þ.e. börn á aldrinum eins til níu ára.
Verklok eru áætluð í júlí 2023 og er fyrirhugað að hefja þar kennslu haustið 2023, að sögn Margrétar Friðriksdóttur, forseta bæjarstjórnar og formanns menntaráðs.
Hún segir að fjölgað hafi í Kársnesskóla síðustu ár og væntir þess að áfram fjölgi á Kársnesi á næstu árum.
Heimild: Mbl.is