Home Fréttir Í fréttum 40 millj­arða fjár­mögn­un tryggð

40 millj­arða fjár­mögn­un tryggð

275
0
Bygg­ing­in yrði eng­in smá­smíði eða 30 þúsund fer­metr­ar, 150 her­bergi auk íbúða og annarr­ar þjón­ustu sem teng­ist 5 stjörnu lúx­us­hót­eli. Tölvu­teikn­ing/​Yrki Arki­tekt­ar

Malasíski kaup­sýslumaður­inn Tan Sri Vincent Tan hef­ur tryggt 40 millj­arða króna fjár­mögn­un til þess að hefjast handa við upp­bygg­ingu 5 stjörnu lúx­us­hót­els á Miðbakk­an­um í Reykja­vík.

<>

Tvö ár eru liðin frá því að hann keypti bygg­ing­ar á svæðinu í því skyni að byggja upp hót­el­starf­semi á reitn­um.

Dr. Tryggvi Þór Her­berts­son, sem held­ur utan um verk­efnið, seg­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn ekki hafa breytt fyr­ir­ætl­un­um Vincents Tan og að ef heim­ild fá­ist til fram­kvæmda sé hægt að hefjast handa nú þegar og hót­elið gæti tekið til starfa á fyrri hluta árs 2023.

Dr. Tryggvi Þór Her­berts­son hef­ur um­sjón með verk­efn­inu fyr­ir hönd Vincent Tan. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Bend­ir Tryggvi á að enn þurfi að hnýta lausa enda og að at­huga­semd­um og til­lög­um að breyt­ing­um á bygg­ing­unni verði vel tekið. Mik­il­vægt sé að vandað sé til jafn stórr­ar fram­kvæmd­ar og þess­ar­ar sem hafa muni mik­il áhrif á lífið í miðborg­inni.

Hann bend­ir þó á að yf­ir­völd hafi einnig mikla hags­muni af upp­bygg­ing­unni og að fast­eigna­gjöld af 30 þúsund fer­metra bygg­ingu eins og þess­ari muni nema um 600 millj­ón­um króna á ári.

„Þetta eru mikl­ir fjár­mun­ir og borg­ar­sjóður er í þörf fyr­ir aukið fjár­magn. Auk þess ger­um við ráð fyr­ir að á fram­kvæmda­tím­an­um verði á bil­inu 500-600 manns starf­andi við upp­bygg­ing­una.

Störf­in sem skap­ast til lengri tíma eru auk þess ekki eitt­hvað sem er tekið frá öðrum. Þetta er hrein viðbót við það sem fyr­ir er enda al­gjör­lega nýr mark­hóp­ur sem þessu hót­eli er beint að.

“Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi áætl­un verður hót­elið 150 her­bergja auk hótel­íbúða sem verða í eigu ein­stak­linga en þjón­ustaðar af Four Sea­sons-keðjunni. Vincent Tan hef­ur mikla reynslu af verk­efn­um af þessu tagi og var kom­inn á veg með að hefja upp­bygg­ingu af þessu tagi í Dublin þegar hon­um sner­ist hug­ur og beindi sjón­um sín­um þess í stað til Reykja­vík­ur.

Það er arki­tekta­stof­an Yrki Arki­tekt­ar sem unnið hef­ur til­lög­ur að hót­el­bygg­ing­unni fyr­ir Vincent Tan.

Heimild: Mbl.is