Home Fréttir Í fréttum Spara hundruð millj­óna í útboði

Spara hundruð millj­óna í útboði

239
0
Taccola „sýg­ur“ efnið upp af botn­in­um og um borð í skipið.

Mjög lág til­boð bár­ust í dýpk­un­ar­fram­kvæmd­ir á Viðeyj­ar­sundi og er ljóst að Faxa­flóa­hafn­ir spara sér hundruð millj­óna króna með því að semja við lægst­bjóðanda. Er þá miðað við kostnaðaráætl­un verks­ins.

<>

Verkið var boðið út á evr­ópska efna­hags­svæðinu og voru til­boð opnuð hjá Faxa­flóa­höfn­um 22. októ­ber sl. Alls bár­ust átta til­boð, sex frá er­lend­um fyr­ir­tækj­um og tvö frá ís­lensk­um.

Lægsta til­boðið var frá Jan De Nul, 663.487 evr­ur, eða 108,8 millj­ón­ir ís­lenskra króna á viðmiðun­ar­gengi. Var til­boðið 23,8% af áætluðum verk­taka­kostnaði sem var um 2,8 millj­ón­ir evra eða 457,8 millj­ón­ir. Hér mun­ar um 349 millj­ón­um á kostnaðaráætl­un og lægsta boði.

Næst­lægsta til­boðið var frá Rhode Niel­sen a/​s, 151,5 millj­ón­ir eða 33,1% af kostnaðaráætl­un.

Lægsta ís­lenska til­boðið átti Sjó­tækni ehf., 267,9 millj­ón­ir, sem var 59% af kostnaðaráætl­un. Björg­un ehf. bauðst til að vinna verkið fyr­ir 526 millj­ón­ir. Lang­hæsta til­boðið átti Rederiet Höj a/​s, 981 millj­ón.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Ingu Rut­ar Hjalta­dótt­ur, for­stöðumanns tækni­deild­ar Faxa­flóa­hafna, er nú unnið að því að ganga frá samn­ingi við lægst­bjóðanda, Jan De Nul.

Fyr­ir­tækið mun nota öfl­ugt dýpk­un­ar­skip, Taccola, sem „sýg­ur“ efnið upp af botn­in­um og um borð í skipið. Skipið sigl­ir með efnið á los­un­ar­svæðið og los­ar það niður um skrokk skips­ins. Taccola er vænt­an­legt til Reykja­vík­ur í dag en fram­kvæmd­in hefst ekki fyrr en upp úr 20. nóv­em­ber.

Heimild: Mbl.is