Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja hús í Banka­stræti

Vilja byggja hús í Banka­stræti

296
0
Húsið mun rísa norðan við hið friðaða hús í Banka­stræti. Tölvu­mynd/​Argos

Reykja­vík­ur­borg hef­ur fengið fyr­ir­spurn um það hvort leyfi fá­ist til að reisa ný­bygg­ingu á lóðinni Banka­stræti 3.

<>

Fyr­ir er á lóðinni friðað hús úr til­höggnu grágrýti, reist árið 1881. Snyrti­vöru­versl­un­in Stella hef­ur verið rek­in í hús­inu síðan 1942, eða í 78 ár.

Þessi lóð er í hjarta Reykja­vík­ur, steinsnar frá Stjórn­ar­ráðshús­inu.

Á embættisaf­greiðslufundi skipu­lags­full­trúa í júlí í sum­ar var lögð fram fyr­ir­spurn Stef­áns Arn­ar Stef­áns­son­ar arki­tekts um upp­bygg­ingu á lóð nr. 3 við Banka­stræti, sam­kvæmt upp­drátt­um Argos ehf.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með fyr­ir­spurn­inni að til­laga að deili­skipu­lagi fyr­ir reit­inn var gerð 2005.

Sam­kvæmt henni var heim­ilað að byggja um 1.310 m² á lóðinni Banka­stræti 3.

Í nóv­em­ber 2018 fór fram sam­keppni um nýja viðbygg­ingu og stækk­un Stjórn­ar­ráðshúss­ins, aust­ast á reitn­um og að Banka­stræti. Stækk­un­in skv. verðlauna­til­lög­unni er um 1.200-1.500 m².

Deili­skipu­lag vegna þessa var ekki gert og grennd­arkynn­ing hef­ur ekki farið fram, seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Lóðar­haf­inn, Her­bert­sprent ehf., hyggst reisa fjög­urra hæða ný­bygg­ingu, alls 1.173 fer­metra. Stein­húsið á lóðinni er 175 fer­metr­ar.

Við hönn­un ný­bygg­ing­ar og skipu­lags á lóðinni hef­ur verið horft til þess að skerða ekki ásýnd gamla stein­húss­ins við Banka­stræti sem var friðlýst árið 2011 skv. lög­um um húsafriðun.

Heimild: Mbl.is