Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið við E. Sigurðsson ehf. um innanhúsfrágang að Dalbraut 4

Samið við E. Sigurðsson ehf. um innanhúsfrágang að Dalbraut 4

538
0
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness skrifaði undir samning þess efnis við fulltrúa frá E. Sigurðsson s.l. föstudag eða 29. október. Mynd: Akranes.is

Akraneskaupstaður hefur samið við E. Sigurðsson ehf. um fullnaðarfrágang innanhús á þjónustumiðstöð að Dalbraut 4, 1. hæð.

Samningur þess efnis var undirritaður þann 29. október síðastliðinn þar sem gætt var vitaskuld að fjöldatakmörkunum og sóttvörnum.

Verkefnið hefst strax og felst það eins og fyrr sagði í fullnaðarfrágangi innanhúss á 1. hæð húsnæðisins.

Innanhúshönnun að Dalbraut 4 – þjónustumiðstöð.
Teikning: VA arkitektar

Áætlað að framkvæmdum framkvæmdum ljúki í byrjun júní á næsta ári. Kostnaður verksins er rúmlega 200 m.kr.

Hér má kynna sér hönnunina nánar

Heimild: Akranes.is