Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið við E. Sigurðsson ehf. um innanhúsfrágang að Dalbraut 4

Samið við E. Sigurðsson ehf. um innanhúsfrágang að Dalbraut 4

533
0
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness skrifaði undir samning þess efnis við fulltrúa frá E. Sigurðsson s.l. föstudag eða 29. október. Mynd: Akranes.is

Akraneskaupstaður hefur samið við E. Sigurðsson ehf. um fullnaðarfrágang innanhús á þjónustumiðstöð að Dalbraut 4, 1. hæð.

<>

Samningur þess efnis var undirritaður þann 29. október síðastliðinn þar sem gætt var vitaskuld að fjöldatakmörkunum og sóttvörnum.

Verkefnið hefst strax og felst það eins og fyrr sagði í fullnaðarfrágangi innanhúss á 1. hæð húsnæðisins.

Innanhúshönnun að Dalbraut 4 – þjónustumiðstöð.
Teikning: VA arkitektar

Áætlað að framkvæmdum framkvæmdum ljúki í byrjun júní á næsta ári. Kostnaður verksins er rúmlega 200 m.kr.

Hér má kynna sér hönnunina nánar

Heimild: Akranes.is