Home Fréttir Í fréttum Leggjast gegn landfyllingu í Skerjafirði

Leggjast gegn landfyllingu í Skerjafirði

168
0
Mynd: Ruv.is
Landfylling í tengslum við uppbyggingu íbúðahverfis í Skerjafirði myndi skerða náttúrulegar fjörur í Reykjavík, sem eru á undanhaldi.
Þetta kemur fram í umsögnum nokkra stofnanna við breyttu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

Skerjafjörður er eitt þeirra svæða sem áformað er að breyta aðalskipulagi fyrir innan borgarinnar með það að markmiði að þétta íbúðabyggð. Í aðalskipulagsbreytingum kynnti Reykjavíkurborg í fyrra nokkur lykilsvæði til íbúðauppbyggingar í tengslum við uppbyggingu íbúðasvæðiss, meðal annars í Skerjafirði.

<>

Fyrirhuguð byggð er lýst sem svo:

„Blönduð byggð með áherslu á íbúðarhúsnæði. Gert ráð fyrir 600-800 íbúðum á svæðinu, sem mögulegt er að byggja án þess að flugvöllur víki. Skilmálar í deiliskipulagi taki mið af skipulagsreglum Reykjavíkurflugvallar.

Randbyggð þar sem skipulag gatnakerfis og yfirbragðs er tekið mið af framtíðarskipulagi Vatnsmýrar“ segir í samþykktu aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir að íbúðarhúsnæðið verði þrjár til fimm hæðir og að byggingasvæðið nái til 23 hektara svæðis, þar af rúmlega sex hektarar á landfyllingu.

Í breytingartillögum er umfang landfyllingar og smábátahafnar minnkað og heildarfjöldi íbúða á svæðinu hækkaður upp í 1300 íbúðir í stað 800 í fyrra skipulagi. Landfyllingin er minnkuð um tvo hektara og reynt að aðlaga hana að náttúrulegri strandlengju.

Ein af fáum nátturulegu fjörum borgarinnar

Í umsögnum um breytingarnar kemur meðal annars  fram að Náttúrufræðistofnun mælist til þess að íbúðabyggð raski ekki fjörulífi. Fréttablaðið greindi frá áliti Náttúrufræðistofnunnar í morgun.

„Sífellt hefur verið að gengið á fjörur á höfuðborgarsvæðinu og hér er fyrirhugað að taka enn eitt svæðið undir byggð. Forsendur fyrir þéttingu byggðar, og þeirri hagkvæmni sem því getur fylgt, eiga ekki að byggjast á því að raska lífríkustu svæðum Reykjavíkur.

Í umhverfismati í tillögunni kemur vissulega fram að tillagan er í alla staði talin neikvæði fyrir lífríki svæðisins og er hún því í raun í andstöðu bæði við lög um náttúruvernd og stefnu Reykjavíkurborgar.

Það er því einkennilegt að forsendur fyrir skipulaginu eru þess eðlis að ekki er talið hægt að leysa það með öðrum hætti en að fara í landfyllingar.“ segir í umsögn Náttúrufræðistofnunnar.

Hafrannsóknarstofnun og Skipulagsstofnun  gera einnig athugasemdir við landfyllinguna.

„Fram kemur að fyrirhuguð landfylling í Skerjafirði muni hafa neikvæð áhrif á fjörulíf og tekur Hafrannsóknastofnun undir þá ályktun.

Fjaran á svæðinu einkennist af leirum og klóþangsklungri en það eru vistgerðir sem njóta verndar og/eða hafa mjög hátt verndargildi eins og fram kemur í drögunum.

Þessi svæði eru mikilvæg fyrir smádýralíf, fugla og sem uppeldissvæði fiska.“ segir í umsögn Hafrannsóknarstofnunnar.

„Þótt í breytingatillögunni sé gert ráð fyrir að dregið verði úr umfangi fyrirhugaðrar landfyllingar, mun hún engu að síður valda skerðingu á fjöru sem talin er hafa hátt verndargildi og er ein af fáum náttúrulegum fjörum sem eftir eru í Reykjavík.“ segir í umsögn Skipulagsstofnunnar.

Umhverfisstofnun bendir á að hluti strandlengjunnar sé óröskuð.

„Umhverfisstofnun bendir á að tillagan mun raska óröskuðu landi sem er mikilvægt búsvæði og hefur hátt verndargildi. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að það komi fram hvernig tillagan sé í samræmi við megin stefnu aðalskipulagsins.

Auk þess bendir stofnunin á mikilvægi þess að fjallað sé um aðra valkosti, s.s. staðsetningarkosti, og hvernig óraskaðar leirur, sem hafa hátt verndargildi hafa umfram aðra valkosti“ segir í áliti Umhverfisstofnunnar.

Auknum íbúafjölda fylgi aukin umferð

Vegagerðin bendir á að samhliða auknum íbúðafjölda í hverfinu þurfi að skoða nánar umferðarsköpum með tilliti til lærliggjandi stofnvega, sem nú anna mikilli umferð, svo sem Suðurgötu og Njarðargötu.

Þá benda fulltrúi Pírata, íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga í íbúðaráði Vesturbæjar á að umferð um Hringbraut s+e of mikil og muni aukast við það að umferð frá nýja hverfinu sé beint inn á hana. Þá sé fjarlægð við stoppistöðvar borgarlínu of mikil og tengja þurfi hverfið betur við hana.

Þá lýsa fulltrúar úr skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Isavia, Samgöngustofu og Sveitarstjórn Bláskógabyggðar því yfir að uppbygging svæðisins megi ekki ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Minjar um hernámið sem þarf að varðveita

Minjastofnun bendir einnig á að á uppbyggingarsvæðinu sé að finna bæði fornleifar og herminjar sem tengjast hernámi Íslands og atvinnusögu borgarinnar. Má þar nefna stöpla bryggju við gamla olíubirgðastöð Shell.

Þá er einnig minnst á byssustæði og dráttarbraut sem herminjar sem séu sýnilegar á yfirborði. Þá er einnig minnst á flugskýli Flugfélags Íslands frá árinu 1940 ásamt bogaskýli sem setuliðið reisti við það árið 1942.Þessar minjar þurfi að varðveita og fella inn í fyrirhugaða byggð í Skerjafirði.

Heimild: Ruv.is