Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við seiðaeldisstöð á Kópaskeri að hefjast

Framkvæmdir við seiðaeldisstöð á Kópaskeri að hefjast

261
0
Mynd: Frank Bradford
Brátt hefjast framkvæmdir við nýja seiðaeldisstöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri. Þar á að hefja eldi næsta vor en á Kópaskeri verða alin laxaseiði fyrir sjókvíaeldi fyrirtækisins á Austfjörðum.

Eldisstöðin á Kópaskeri er í nafni Rifóss hf. en Norðuþing veitti félaginu framkvæmdaleyfi í vikunni. Stöðin verður á landi og undirbúningur hefur staðið síðustu ár. Rifós er eigu Fiskeldis Austfjarða og starfrækir í dag landeldisstöð að Rifósi í Kelduhverfi.

<>

Átta eldiskör byggð í fyrsta áfanga af fjórum

„Það er frábært að fá leyfið þar sem við erum búin að sækjast eftir þessu í svolítinn tíma,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða.

Nú hefjist framkvæmdir við fyrsta áfanga af fjórum. Í þessum áfanga verði byggð átta eldiskör og tæplega 3000 fermetra hús yfir þau. Þá verði reist þjónustuhús og lögð rör fyrir frárennsli og seiði um borð í brunnbát.

Einnig verður borað eftir heitum sjó sem nýtist við eldið. „Þetta er einstaklega gott svæði sem við erum þarna með að geta dælt upp tiltölulega heitum jarðsjó. Sem styttir eldistímann verulega í sötðinni.

Stefnt að því að hefja eldi á Kópaskeri næsta vor

Eldi fyrirtrækisins í Öxafirði verður með þeim hætti að í Rifósi verða seiðin alin í 70 gramma stærð og flutt þaðan yfir á Kópasker þar sem þau verða alin í 400 grömm. Þá verður þeim dælt um borð í brunnbát og siglt með þau austur á firði.

„Við getum núna hafist handa og stefnum að því að geta byrjað að setja seiðin í stöðina næsta vor. Og geta þá nýtt hana strax fyrir útsetningu á seiðum fyrir næsta ár,“ segir Guðmundur.

Heimild: Ruv.is