Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hreinsun þjóðvega á Suðursvæði 2021-2023

Opnun útboðs: Hreinsun þjóðvega á Suðursvæði 2021-2023

235
0

Tilboð opnuð 27. október 2020. Hreinsun þjóðvega á Suðursvæði 2021-2023. Verkið fellst í sópun meðfram kantsteinum og vegriðum, sópun hvinranda ásamt hreinsun grassvæða meðfram þjóðvegum með vélsópum, sugum og öðrum tækjum sem henta þykir.

<>

Helstu magntölur fyrir hvert ár eru:

  • Sópun meðfram kantasteinum                         339.411 m
  • Sópun meðfram vegriði                                    53.155 m
  • Sópun meðfram miðjuvegriði                            68.662 m
  • Þvottur og sópun hvinranda                            159.706 m
  • Þvottur á gatnamótum og umferðareyjum         34.340 m2

Verkinu skal að fullu lokið 30. mars 2023. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár, eitt ár í senn.

 

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 119.148.366 100,0 24.581
Hreinsitækni ehf, Reykjavík 94.567.866 79,4 0