Home Fréttir Í fréttum Stækkun íþróttahússins í Þórlákshöfn er komin á dagskrá

Stækkun íþróttahússins í Þórlákshöfn er komin á dagskrá

187
0

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Þorlákshöfn árið 2018.

<>

Þegar jafn stórt mót er haldið þá þarf að huga að mörgu. Þrátt fyrir það þá telur Ragnar Matthías Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sveitarfélagsins að hryggjarstykkið í mannvirkjunum sé komið. En þetta kom fram í viðtali sem DFS.is tók við Ragnar.

Samt sem áður telur hann að huga þurfi að ýmsu eins og tjaldstæðið, fótboltaaðstöðu og hugsanlega strandblakvöll og stækkun íþróttahússins.

Það er komið á dagskrá hjá okkur að stækka það [íþróttahúsið] og þessi ákvörðun verður til þess að við munum leggja enn meiri áherslu á það. Það er komið á plan hjá okkur og undirbúningur hefst strax á næsta ári. Við höfum hug á því að stækka íþróttahúsið, lengja það til austurs, eins og við köllum það. Það er mikið og sterkt fimleikalíf hérna og við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum bætt aðstöðuna fyrir þá grein. Í dag tekur mikinn tíma að drösla áhöldum til og frá. Með því að lengja húsið getum við búið til viðbótarsal sem yrði með aðstöðu fyrir fimleika eins og dansgólfi, gryfjum og öðru slíku sem yrði tenging við salinn þannig að hægt verði að vinna báðum megin þ.e. í fimleikahlutanum og svo gætum við verið með opið á milli og unnið líka í íþróttahlutanum. Ég er svolítið skotinn í þessari hugmynd og við sjáum fyrir okkur að þetta verði að veruleika núna. Þetta var reyndar komið fram 2008 en við komumst ekki allt þá. Þetta verkefni er alltaf að færast ofar á listanum hjá okkur og er í rauninni næsta stóra verkefnið hjá okkur.

Heimild: Hafnarfréttir.is