Home Fréttir Í fréttum Breyting á byggingarreglugerð nr. 112/2012

Breyting á byggingarreglugerð nr. 112/2012

419
0

Breyting á byggingarreglugerð nr. 112/2012 var birt á vef Stjórnartíðinda 8. október sl. og tók gildi sama dag. Smávægilegar leiðréttingar og uppfærslur voru gerðar á reglugerðinni, en þess fyrir utan er vakin athygli á eftirfarandi breytingum.

<>

Eftir breytinguna verður heimilt að nota stálklæddar húseiningar sem uppfylla ákvæði ÍST EN 14509 með brennanlegri einangrun í þök og veggi í allt að „tveggja hæða“ hús sem eru í notkunarflokki 1 eða 2 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Með sömu formálum er heimilt að nota klæðningar í flokki 2 í tveggja hæða byggingum. Þá er jafnframt kveðið á um lágmarks klæðningu fyrir útveggi bygginga sem eru meira en „tvær hæðir“. (Sjá c-lið 1.mgr. 9.6.10. gr. reglugerðarinnar og 2. mgr. 9.7.3. gr. reglugerðarinnar)

Eftir breytinguna skal gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði í nýbyggingu og við endurbyggingu. (sjá nýja málsgrein í 6.11.5. gr. reglugerðarinnar)

Þá er kveðið á um að auk snúningssvæðanna 1,50 m og 1,30 m að þvermáli megi nota 1,30 m x 1,80 m svæði. (Sjá nánar 6.7.3. gr., d-lið 4. mgr. 6.10.1 gr. og f-lið 5. mgr. 6.11.1. gr. reglugerðarinnar)

Þar að auki er að finna nýjar skilgreiningar á hugtökum í reglugerð t.a.m. hugtökunum „deilihúsnæði“, „stigahlaup“ og „veðurkápa.“

Breytingarreglugerðina má sjá hér í heild sinni. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur uppfært samsetta byggingarreglugerð á heimasíðu stofnunarinnar sem nálgast má hér.

Heimild: HMS.is