Home Fréttir Í fréttum Fagkaup eykur hagnað sinn um 150%

Fagkaup eykur hagnað sinn um 150%

663
0
Bogi Þór Siguroddsson er framkvæmdastjóri, og helmingseigandi á móti konu sinni Lindu Björk Ólafsdóttur, í félaginu AKSO sem rekur Fagkaup, sem aftur heldur utan um fjölda þekktra vörumerkja. Mynd: Eyþór Árnason

AKSO, sem rekur Fagkaup, hagnaðist um 657 milljónir á síðasta ári. Eigið fé jókst um nálega þriðjung á árinu.

<>

Hagnaður AKSO, sem heldur utan um rekstur Fagkaupa sem eru með vörumerkin Áltak, Johan Rönning, Sindra, S.Guðjónsson og Vatn & veitur jók hagnað sinn um nærri 150% á síðasta ári, úr 265 milljónum króna í 657 milljónir króna.

Tekjur félagsins jukust um 11,5% á árinu, úr 11,5 milljörðum í tæplega 11,9 milljarða, meðan rekstrargjöldin jukust um 10,1%, úr tæplega 10,4 milljörðum í ríflega 11,4 milljarða. Þar af stóðu laun og launatengd útgjöld nánast í stað í 2 milljörðum, en stöðugildum fækkaði á árinu um eitt að meðaltali niður í 165.

Athygli vekur að í ársreikningi félagsins segir að heildarlaun og þóknanir stjórnenda samstæðunnar á árinu 2019 hafi numið X milljónum króna, en árið 2018 voru þau 159 milljónir króna.

Eigið fé félagsins jókst um 29,4% á árinu, úr tæplega 2,1 milljarði króna í tæplega 2,7 milljarða króna, meðan skuldirnar drógust saman um 4,1%, úr tæplega 4,5 milljörðum í tæplega 4,3 milljarða.

Þar með jukust eignir félagsins um 6,5%, úr 6,5 milljörðum króna í tæplega 7 milljarða, meðan eiginfjárhlutfallið hækkaði úr 31,6% í 38,4%. Bogi Þór Siguroddsson er framkvæmdastjóri AKSO og helmingseigandi á móti konu sinni Lindu Björk Ólafsdóttur.

Heimild: Vb.is