Home Fréttir Í fréttum Nökkvi fær nýtt hús við Höpfnersbryggju eftir 6 ára bið

Nökkvi fær nýtt hús við Höpfnersbryggju eftir 6 ára bið

214
0
Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Framkvæmdir við nýtt hús fyrir siglingaklúbbinn Nökkva á Akureyri eru hafnar. Reiknað er með að húsið verði tilbúið haustið 2021 en kostnaður við bygginguna er um 230 milljónir króna.
Rúm sex ár eru síðan bærinn samdi við félagið um uppbyggingu við Höpfnersbryggju.

Bylting fyrir félagið

Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri hefur um árabil barist fyrir betri aðstöðu fyrir starfsemi félagsins.

<>

Árið 2014 gerðu Akureyrarbær og Nökkvi samning um að byggð yrði ný félagsaðstaða. Samningurinn hljóðaði upp á 75 milljónir og átti framkvæmdum að ljúka árið 2018.

Sú bið er nú loks á enda. Nýja húsið verður um 330 fermetrar að grunnfleti og 426 fermetrar með lofti og mun gjörbreyta allri starfsemi.

Þar verður bátahús, verkstæðisaðstaða, búningsaðstaða og rými fyrir starfsfólk.

230 milljóna króna framkvæmd

Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar var gert ráð fyrir 150 milljónum í verkefnið en kostnaðargreining leiddi í ljós að framkvæmdin myndi kosta um 230 milljónir.

Bæjarráð samþykkti því 80 milljóna króna viðbótarfjárveitingu í vor 130 milljónir fara í verkefnið á þessu ári og 130 á því næsta.

Kostnaður við bygginguna er um 230 milljónir króna

Heimild: Ruv.is