Home Fréttir Í fréttum HMS segir mikið líf á fasteignamarkaði

HMS segir mikið líf á fasteignamarkaði

153
0
Töluverður samdráttur er í nýbyggingum íbúða milli ára. Mynd: Frettabladid.is

Meðalsölutími fasteigna sem seldust á 90 til 120 milljónir króna var 49 dagar í september, á meðan eignir að verðmæti 35 til 90 milljónir seldust eftir 52 daga að meðaltali.

<>

Skammtímavísir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem gefur til kynna umsvif á fasteignamarkaði sýnir að metfjöldi eigna var tekinn af sölu í nýliðnum september.

Er þetta til marks um að mikið líf sé á fasteignamarkaði um þessar mundir, að því er kemur fram í mánaðarskýrslu HMS.

“Samkvæmt skammtímavísinum virðist enn vera mikið líf á fasteignamarkaði og var metfjöldi eigna tekinn úr birtingu í september sem gefur til kynna að ekkert lát sé á fasteignakaupum landsmanna um þessar mundir,” segir í umfjölluninni.

Meðalsölutími fasteigna hefur jafnframt minnkað mikið. Meðalsölutími dýrari eigna hefur jafnframt dregist saman hraðar en ódýrari.

Meðalsölutími eigna sem seldust á 90 til 120 milljónir króna var þannig 49 dagar í september, á meðan eignir að verðmæti 35 til 90 milljónir seldust eftir 52 daga að meðaltali.

En þrátt fyrir að mikill gangur sé á fasteignamarkaði um þessar mundir hefur hægst nokkuð á byggingamarkaði.

Samkvæmt hausttalningu Samtaka iðnaðarins voru tæplega 5000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi sveitarfélagum, sem samdráttur um tæpan fimmtung frá því í fyrra.

Samkvæmt grunnspá HMS þarf 1800 nýjar íbúðir á ári til að svara eftirspurn, en samkvæmt mati Samtaka iðnaðarins gætu tæplega 2000 íbúðir komið inn á markaðinn næsta ári og ríflega 1900 árið 2022.

“Því gæti myndast framboðsskortur ef íbúðafjárfesting heldur áfram að dragast saman og færri nýjar íbúðir fara að koma inn á markaðinn,” segir HMS.

Heimild: Frettabladid.is