Home Uncategorised Framkvæmdir standa yfir við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf í Bolungavík

Framkvæmdir standa yfir við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf í Bolungavík

194
0
Mynd: BB.is

Framkvæmdir standa yfir við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf í Bolungavík.

<>

Verið er að steypa sökkla og undirbúa plötu á 25×50 metra stækkun húsnæðisins.

Ofan á plötuna verður sett einingahús sem kemur tilbúið erlendis frá. Í stækkuninni verða tveir lausfrystar og nýjar pressur.

Framkvæmdum lýku væntanlega fljótlega eftir næstu áramót.

Það er GÓK húsasmíði ehf sem sér um framkvæmdirnar.

Núverandi húsnæði er fullnýtt og gefur stækkunin kost á að auka framleiðsluna. Frystigetan eykst um 4 tonn á klst.

Þá verður lögð meiri áhersla á að ganga frá vörunni beint í neytendaumbúðir og flytja fiskafurðirnar þannig á markað.

Heimild: BB.is