Home Fréttir Í fréttum Nýja verknámshúsið á Blöndósi rýkur upp

Nýja verknámshúsið á Blöndósi rýkur upp

137
0
Nýja verknámshúsið á Blöndósi. Ljósm: blonduos.is

Mikill gangur hefur verið í byggingu verknámshúss við Blönduskóla í sumar. Byggingin er ein hæð og kjallari og tengist gamla skólanum.

<>

Á fyrstu hæð byggingarinnar verða kennslustofur fyrir list- og verkgreinar og í kjallaranum verður tæknirými og fleira.

Á vef Blönduósbæjar segir að viðbyggingin sé kærkomin og mikið ánægjuefni að öll kennsla fari fram á sama stað en hingað til hafa list- og verkgreinar verið kenndar á Þverbraut 1 og í gamla Kvennaskólanum.

Húsið er uppsteypt með Lett-Taks þakeiningum á þaki og teiknað af Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf.

Heimild: Huni.is