Vegagerðin óskar eftir tilboðum í útakstur og jöfnun fláaefnis á Bláfjallaveg (417-01), á valda kafla alls vegarsins.
Helstu magntölur eru:
– Skeringar 1.030 m3
– Fláafleygar 17.260 m3
– Frágangur fláa 60.215 m2
– Lenging ræsa 24 m
Verklok eru 1. júlí 2021.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 28. september 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. október 2020.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.