Home Fréttir Í fréttum Fengu skipu­lagi breytt

Fengu skipu­lagi breytt

179
0
Svona munu bygg­ing­arn­ar líta út sem reist­ar verða á lóðinni Grens­ás­vegi 1. Tölvu­teikn­ing/​Archus-Ríma arki­tekt­ar

Erfitt er að sjá mögu­leika á 2.650 fer­metra at­vinnu­eign­um á jarðhæð Grens­ás­veg­ar 1 en skipu­lags- og sam­gönguráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur nú heim­ilað lóðar­hafa að breyta fyr­ir­huguðu at­vinnu­hús­næði á jarðhæð í íbúðir með inn­g­arði.

<>

Ekki var einu sinni gert ráð fyr­ir vöru­mót­töku frá göt­um, enda aðkoma þröng og hættu­leg­ar frá­rein­ar til hinna miklu um­ferðaræða Grens­ás­veg­ar og Suður­lands­braut­ar, að því er fram kem­ur í ósk lóðar­hafa, fast­eigna­fé­lags­ins G1 ehf., um breyt­ing­una.

„Minni ein­ing­ar, 80-160-240 fm max, gætu lifað,“ seg­ir þar.

Lóðar­hafi myndi leggja í mikla áhættu með slíkri fram­kvæmd, nú þegar eru mörg auð at­vinnu­rými við Grens­ás­veg, sem þó hafa bíla­stæði beint fyr­ir utan.

Fyr­ir íbúa efri hæðar sé þetta mjög já­kvæð breyt­ing. Garður­inn muni nú til­heyra íbú­un­um en ekki eiga á hættu á hávaða frá t.d. veit­inga­starf­semi á jarðhæð.

Íbúðirn­ar yrðu í suður­hluta húss­ins en at­vinnu­hús­næði yrði áfram í norður­hlut­an­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um fram­kvæmd­ir þesar í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is