Home Fréttir Í fréttum Bygging slökkviliðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum gengur vel

Bygging slökkviliðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum gengur vel

112
0
Mynd: Tigull.is

Verkið er sem fyrr á áætlun, miðar vel áfram og í dag er staðan þessi:

<>
  • Búið er að steypa allar tröppur, palla og rými inni í slökkvistöð, langvegg 1.h og milliveggi í herbergjum, loftaplötu/milliplötu f/ofan herbergi og gólfplötu í stigahúsi.
  • Búið er að fullsteypa austur- og norðurgafla og helminginn af vestur- og suðurgöflum. Verið er að slá upp restinni af vesturgafli auk langveggs 2.h N-S ofan á herbergjum og verða þeir steyptir í vikunni.
  • Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir því byrjað verði að slá upp fyrir restinni af suðurgafli í næstu viku og hann steyptur í framhaldinu.
  • Búið er að undirbúa jarðveg(gera púða) fyrir uppslátt á garðveggjum framan við Þjónustumiðstöð.
  • Búið er að steypa sökkla og leggja frárennslislagnir í nýja salernis/ræstiaðstöðu fyrir Þj.miðstöð í vélasal Þj.miðstöðvar.
  • Búið er að slípa niður flest alla innveggi í nýbyggingu og gera klára fyrir múrhúð.
  • Þaksperrur eru komnar á verkstað, festingar tilbúnar og límtré á leiðinni.
  • Búið að panta allt vatnslagnaefni(rör o.þ.h.) og stór hluti af því komið á verkstað, tilbúið til niðurlagnar.
  • Búið er að leggja hitalögn í gólfplötu í stigahúsi
  • Búið að skipta út gömlum heimaæðum fyrir hitaveitu sem liggja í plani framan við Þj.miðst.

Verktaki er byrjaður að vinna sig inn í Þj.miðstöð vegna uppsláttar á suðurgafli. Til að geta slegið upp restinni af suðurgafli þarf að rjúfa þak á Þj.miðstöð og gert er ráð fyrir að sú vinna hefjist í næstu viku.

Eftir að suðurgafl er risinn er hægt að fara að hefja vinnu við að endurnýja þak á Þj.miðst. og tengja við þak á nýbyggingu og þá á aðeins eftir að steypa seinni gólfplötu(yfirlag) í nýbyggingu.

Greint var frá þessu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær.

Heimild: Tigull.is