Home Fréttir Í fréttum Holtahverfi norður – ný og spennandi íbúðabyggð á Akureyri

Holtahverfi norður – ný og spennandi íbúðabyggð á Akureyri

257
0
Þrívíddarteikning skv. tillögu að deiliskipulagi.

Akureyrarbær kynnir tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður – nýtt uppbyggingarsvæði í kringum Krossanesbraut, fyrir ofan og norðan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót.

<>

Markmiðið með nýju deiliskipulagi er meðal annars að bjóða nýjar íbúðir á einu fallegasta svæði Akureyrar, bæta umferðarskipulag á svæðinu og huga að nýjum gönguleiðum og útivistarsvæðum.

Í stuttu máli:

  • Ný íbúðabyggð norðaustan við Krossanesbraut – allt að 280 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa.
  • Ónotuð svæði innan núverandi byggðar skipulögð.
  • Umferðarskipulag bætt með með áherslu á gönguleiðir í skóla- og íþróttastarf.
  • Útivistarsvæði og nýir stígar um hverfið.
  • Áhersla á vistvænt skipulag, umhverfisvænar samgöngur, lýðheilsu, græn svæði, sjálfbærni, fjölbreyttar þarfir mismunandi hópa og vel skipulögð atvinnusvæði í tengslum við íbúðabyggð.

Hér að neðan er hægt að skoða tillöguna:

Uppdráttur

Greinargerð

Myndræn kynning

Á næstunni verður deiliskipulagstillagan kynnt með eftirfarandi hætti:

Opið hús í menningarhúsinu Hofi mánudaginn 14. september kl. 16-20. Þar verður tillagan sett fram á myndrænan og aðgengilegan hátt.

Starfsfólk bæjarins og skipulagsráðgjafi segja frá og svara spurningum, auk þess sem íbúar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri.

Göngutúr í hverfinu verður þriðjudaginn 15. september kl. 17:30. Starfsfólk bæjarins býður upp á göngu með leiðsögn um Holtahverfi norður.

Sagt frá, og sýnt frá, helstu hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Mæting við Bónus Langholti.

Rafrænn kynningarfundur mánudaginn 21. september verður nánari auglýstur þegar nær dregur.

Heimild: Akureyri.is