Home Fréttir Í fréttum Hagnaður hjá verktakafélagi Björgólfs

Hagnaður hjá verktakafélagi Björgólfs

472
0
Björgólfur Thor Björgólfsson. Aðsend mynd

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll hagnaðist um 173 milljónir króna á síðasta ári. Félagið er í eigu Björgólfs Thors auk fleiri fjárfesta.

<>

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll hagnaðist um 173 milljónir króna á síðasta ári, en félagið er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Andra Sveinssonar, Birgis Más Ragnarssonar, sjóðsins GAMMA: Construo, Árna Geirs Magnússonar og Karls Þráinssonar, forstjóra félagsins.

Félagið velti 4,4 milljörðum króna, eignir þess námu ríflega 1 milljarði og eigið fé 478 milljónum í lok síðasta árs.

Félagið stendur að framkvæmdum við byggingu Grósku, hugmyndahúss í Vatnsmýrinni, þar sem CCP er m.a. með höfuðstöðvar.

Heimild: Vb.is