Home Fréttir Í fréttum Eng­in kreppu­merki hjá iðnaðarmönn­um

Eng­in kreppu­merki hjá iðnaðarmönn­um

227
0
Sum­arið er tími fram­kvæmda og viðhalds og hafa fag­lærðir iðnaðar­menn haft nóg að gera, að sögn for­manns Byggiðnar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sum­ar og haust eru tími fram­kvæmda og það er ágæt­is­hljóð í mín­um köll­um,“ seg­ir Finn­björn Her­manns­son, formaður Byggiðnar, Fé­lags bygg­inga­manna.

<>

Tíðar frétt­ir hafa verið af upp­sögn­um að und­an­förnu og þungt hljóð í mörg­um fyr­ir kom­andi vet­ur.

At­vinnu­leysi var 5,1% í júlí. Það tek­ur mest til sam­drátt­ar í ferðaþjón­ustu og tengd­um grein­um.

Fag­lærðir iðnaðar­menn virðast hins veg­ar hafa haft næg verk­efni.

„Verk­efn­astaða hef­ur verið góð og það er frek­ar eft­ir­spurn en sam­drátt­ur,“ seg­ir Finn­björn um bygg­inga­markaðinn.

Hann seg­ir að átakið All­ir vinna, sem trygg­ir fólki end­ur­greiðslu á virðis­auka­skatti af vinnu iðnaðarmanna, hafi greini­lega hvatt marga til að ráðast í end­ur­bæt­ur og fram­kvæmd­ir.

„Þegar mín­ir menn kvarta yfir því að þeir nái ekki að taka sum­ar­fríið sitt, þá er nóg að gera,“ seg­ir Finn­björn í létt­um tón.

Aðspurður í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann erfitt að sjá langt fram á veg­inn.

„Við sjá­um yf­ir­leitt ekki nema 2-3 mánuði fram í tím­ann en þeir líta nokkuð vel út. Ég hugsa að við get­um verið bjart­sýn alla vega fram að ára­mót­um.

Svo kem­ur í ljós hversu harður vet­ur­inn verður.“

Heimild: Mbl.is