Home Fréttir Í fréttum Mjög dýr­keypt mis­tök

Mjög dýr­keypt mis­tök

399
0
Gera má ráð fyr­ir að kostnaður vegna mistak­anna hlaupi á ríf­lega hundrað millj­ón­um króna. Fell­ur kostnaður­inn á Reykja­vík­ur­borg mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Mal­bika þarf nýtt und­ir­lag fyr­ir hlaupa­braut við nýj­an frjálsíþrótta­völl ÍR í Mjódd.

<>

Rangt efni var notað við fyrstu mal­bik­un og því þarf að hefja fram­kvæmd­ir að nýju.

Að sögn Ingigerðar H. Guðmunds­dótt­ur, for­manns ÍR, er nú unnið að því að fræsa gamla und­ir­lagið.

„Það er verið að fræsa þetta upp til að hægt sé að mal­bika aft­ur. Næsta sum­ar á síðan að leggja tart­an á braut­ina,“ seg­ir Ingigerður og bæt­ir við að leggja verði sér­stakt mal­bik und­ir tart­an.

Að öðrum kosti er hætta á því að hlaupa­braut­in skemm­ist á skömm­um tíma. „Það var búið að mal­bika en það var ekki í lagi.

Ég kann ekki al­veg á verk­fræðina en mal­bikið verður að hafa ákveðna eig­in­leika þegar það er und­ir svona efni,“ seg­ir Ingigerður.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að kostnaður vegna mistak­anna hlaupi á ríf­lega hundrað millj­ón­um króna.

Aðspurð seg­ist Ingigerður ekki geta staðfest það, en bend­ir á að all­ur kostnaður falli á Reykja­vík­ur­borg.

„Borg­in á þessi mann­virki og ég þekki ekki kostnaðar­hlut­ann á þessu. Ég þori því ekki að nefna nein­ar töl­ur.

Eina sem ég hef verið að reyna að gera er að koma aðstöðunni í stand.

Þetta er rosa­lega flott­ur völl­ur og við bíðum spennt eft­ir því að fá braut­ina,“ seg­ir Ingigerður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag. .

Mis­tök í verk­lýs­ingu

Að því er heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma má rekja fram­an­greind mis­tök til verk­lýs­ing­ar fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Segja heim­ild­ar­menn blaðsins að óskað hafi verið eft­ir röngu efni í lýs­ing­unni.

Verktak­inn Jarðval sf., sem hef­ur séð um fram­kvæmd­ina, kvaðst ekki vilja tjá sig um málið. Vísaði hann jafn­framt á borg­ina og sagði málið vera í far­vegi.

Morg­un­blaðið sendi fyr­ir­spurn til Reykja­vík­ur­borg­ar við vinnslu frétt­ar­inn­ar. Eng­in svör bár­ust.

Heimild: Mbl.is