Home Fréttir Í fréttum Viðgerðir á sjóvarnargörðum hafnar

Viðgerðir á sjóvarnargörðum hafnar

141
0
Framkvæmdir við Skarðseyrina Mynd: Aðsend mynd
Framkvæmdir við sjóvarnargarða á Sauðárkróki hófust í morgun.
Framkvæmdin kostar um 50 milljónir og áætluð verklok eru um áramót.
Hafnarstjóri segir atvinnurekendur á svæðinu geta verið rólega í vetur og haldið uppi starfsemi þrátt fyrir að veðrið versni.

Um 450 metra kafli á varnargörðum við Skarðseyri verður lagfærður og hækkaður um einn metra.

<>

Auk framkvæmda við varnargarðinn sjálfan verður sandfangari lengdur um 30 metra.  Feykir greindi frá framkvæmdunum fyrr í dag.

Varnargarðarnir eru tveir, annars vegar á norðanverðri Skarðseyrinni, hins vegar við Strandveginn.

Það flæddi þrisvar sinnum yfir varnargarðana í vetur og fylgdi því mikið rask og tjón fyrir atvinnurekendur á svæðinu.

Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, var ánægður þegar fréttastofa náði tali af honum í dag.

„Þetta hefur þá þýðingu að fyrirtækin geta verið róleg þó það sé vont veður og geta haldið uppi starfsemi á svæðinu,“ segir hann.

Framkvæmdin mun því breyta miklu í vetur en áætluð verklok eru um áramót og kostnaður metinn á um 50 milljónir.

Þá segir hann að lenging sandfangarans breyti miklu og það sé framkvæmd sem átti að vera búið að fara í fyrir löngu.

Heimild: Ruv.is