
„Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi.“ Þannig hljóðar nýlegur bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni Grensásvegi 1 í Reykjavík.
Vesturgarður ehf., lóðarhafi Skeifunnar 15 og Faxafens 8, Reykjavík, kærði þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. júní 2020 að samþykkja leyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishús með 50 íbúðum, tveimur stigahúsum og geymslu- og bílakjallara á lóð nr. 1 við Grensásveg.
Gerði kærandi þá kröfu að þessi ákvörðun verði felld úr gildi og framkvæmdir samkvæmt hinu kærða leyfi verði stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is