Home Fréttir Í fréttum Kröfu um stöðvun fram­kvæmda var hafnað

Kröfu um stöðvun fram­kvæmda var hafnað

405
0
Grens­ás­veg­ur 1. Svona sjá arki­tekt­arn­ir fyr­ir sér út­lit ný­bygg­inga. Tölvu­teikn­ing/​Rýma arki­tekt­ar

„Hafnað er kröfu kær­anda um stöðvun fram­kvæmda sam­kvæmt hinu kærða bygg­ing­ar­leyfi.“ Þannig hljóðar ný­leg­ur bráðabirgðaúrsk­urður úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar á lóðinni Grens­ás­vegi 1 í Reykja­vík.

<>

Vest­urg­arður ehf., lóðar­hafi Skeif­unn­ar 15 og Faxa­fens 8, Reykja­vík, kærði þá ákvörðun bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík frá 16. júní 2020 að samþykkja leyfi til að byggja fimm hæða fjöl­býl­is­hús með 50 íbúðum, tveim­ur stiga­hús­um og geymslu- og bíla­kjall­ara á lóð nr. 1 við Grens­ás­veg.

Gerði kær­andi þá kröfu að þessi ákvörðun verði felld úr gildi og fram­kvæmd­ir sam­kvæmt hinu kærða leyfi verði stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyr­ir úr­sk­urðar­nefnd­inni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is