Home Fréttir Í fréttum Olíutankar fluttir frá Sauðárkróki á Vestfirði

Olíutankar fluttir frá Sauðárkróki á Vestfirði

316
0
Mynd: Feykir.is - RÚV
Búið er að fjarlægja olíutanka Olíudreifingar, sem staðsettir hafa verið á Sauðárkróki.
Þeir verða nú fluttir með norska flutningaskipinu Rotsund á Vestfirði þar sem þeirra bíður annað hlutverk.

Tankarnir fá nýtt heimili á Vestfjörðum

Það er staðarmiðillin Feykir.is sem greinir frá þessu en þar kemur fram að íslenska fyrirtækið Arctic Protein hafi keypt tankana.

<>

Þeir verði nú fluttir á Patreksfjörð, Bíldudal og Þingeyri og nýttir sem meltugeymar.

Fyrirtækið sérhæfir sig í að veita laxeldisfyrirtækjum, útgerðum og öðrum fiskfyrirtækjum þjónustu.

Stórt verkefni

Flutningurinn var afar umfangsmikill en til þurfti hundrað tonna krana frá Kranabílum Norðurlands sem hífði tankana á bíla.

Þá sá Steypustöð Skagafjarðar um að flytja þá á bryggjuna.

„Maður á eftir að venjast því að sjá höfnina svona“

„Við byrjuðum rétt eftir eitt og búið var að koma þeim á sinn stað um níuleytið um kvöldið.

Okkar hlutur var að setja festingar á og tæma lagnir þannig að hægt væri að ganga að þessu verki.

Maður á eftir að venjast því að sjá höfnina svona en það eru alltaf breytingar,“ sagði Páll Sighvatsson, forstöðumaður Vélaverkstæðis KS í samtali við Feyki en fyrirtækið sá um að undirbúa tankana fyrir flutninginn.

Heimild: Ruv.is