Home Fréttir Í fréttum Heildarkostnaður við endurbætur á Hótel Keflavík kominn yfir 300 milljónir

Heildarkostnaður við endurbætur á Hótel Keflavík kominn yfir 300 milljónir

136
0

 

<>

Iðnaðarmenn eru nú að leggja lokahönd á frágang við fyrsta 5 stjörnu hótel landsins, Diamond Suites sem er efsta hæðin á Hótel Keflavík en það hefur tekið Steinþór Jónsson hótelstjóra og fjölskyldu hans um fjögur ár að endurbyggja ytra birgði, uppfæra 77 hótelherbergi og byggja lúxuhæðina á efstu hæð Hótelsins.

Heildarkostnaður við endurbætur og uppbyggingu Diamond Suites er nú þegar komin yfir 300 milljónir króna að sögn Steinþórs sem hefur varið um 40-50 milljónum króna árlega síðastliðin fjögur ár í þessum áfanga, í breytingar á húsnæði Hótel Keflavík en lokahnykkurinn, sem tekinn var á þessu ári kostar vel á annað hundruð milljónir.

Heimild: Local Sudurnes