Home Fréttir Í fréttum Til­lög­ur að matsáætl­un borg­ar­línu kynnt­ar

Til­lög­ur að matsáætl­un borg­ar­línu kynnt­ar

149
0
Sam­kvæmt til­lög­un­um er fyrstu lotu skipt upp í átta mis­mun­andi flokka, eft­ir því í gegn­um hvernig svæði borg­ar­lín­an ligg­ur. Kort/​verk­efna­stofa borg­ar­línu

Verk­efna­stofa borg­ar­línu hef­ur nú kynnt til­lög­ur sín­ar að matsáætl­un borg­ar­línu.

<>

Stof­an óskaði eft­ir því við Skipu­lags­stofn­un að fá heim­ild til þess að vinna til­lög­ur að um­hverf­is­mati fyrstu lotu borg­ar­línu.

Til­lög­un­um er ætlað að varpa ljósi á hvernig standa megi að um­hverf­is­mati fyr­ir verk­efnið. Opið er fyr­ir at­huga­semd­ir um til­lög­urn­ar til 25. ág­úst næst­kom­andi.

Verk­efna­stofa borg­ar­línu kynnti drög að þess­um til­lög­um um um­hverf­is­mat 14. maí síðastliðinn en nú hafa til­lög­urn­ar verið form­lega birt­ar. Í kjöl­farið kem­ur svo út frummats­skýrsla þar sem vinna við sjálft matið hefst.

Þegar Skipu­lags­stofn­un hef­ur tekið frummats­skýrsl­una til meðferðar mun hið eig­in­lega um­hverf­is­mat svo hefjast.

Til­gang­ur um­hverf­is­mats­ins verður meðal ann­ars, eins og seg­ir í til­lög­um verk­efna­stofu borg­ar­línu, að fjalla um og svara spurn­ing­um um hvernig leiðar­kerfi borg­ar­línu verður, hver áhrif borg­ar­línu verða á aðrar sam­göngu­leiðir og hver fram­kvæmda­kostnaður við gerð borg­ar­línu verður.

Um­hverf­is­mat mun því meta hver áhrif borg­ar­línu verða á bæði um­hverfi og sam­fé­lag.

Sam­kvæmt til­lög­un­um er fyrstu lotu skipt upp í átta mis­mun­andi flokka, eft­ir því í gegn­um hvernig svæði borg­ar­lín­an ligg­ur. Þannig verður reynt að haga fram­kvæmd og skipu­lagi borg­ar­línu með þeim hætti að hún henti best hverju svæði fyr­ir sig.

Sam­kvæmt sam­göngusátt­mála, sem und­ir­ritaður var milli rík­is og sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu í sept­em­ber á síðasta ári, verður fyrsta lota borg­ar­línu 13 km löng milli Ártúns­höfða og Hamra­borg­ar með viðkomu í miðbæ Reykja­vík­ur.

Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að í fyrstu lotu verði gerðar 24 biðstöðvar en það kann að breyt­ast í hönn­un­ar­ferl­inu, seg­ir í til­lög­um verk­efna­stof­unn­ar.

Heimild: Mbl.is