Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið:
Dalbraut 4 – innanhússfrágangur 2020
Verkið felst í innanhússfrágangi á Þjónustumiðstöð á 1. hæð hússins, sem alls er um 1200 m2. Um er að ræða fullnaðarfrágang innanhúss á veggjum, loftum, gólfum, innréttingum, rafkerfum, lagna- og loftræsikerfum.
Helstu magntölur eru:
- Innveggir 1000 m2
- Kerfisloft 1150 m2
- Gólfefni 1.200 m2
- Hurðir 43 stk
- Lampar 290 stk
- Strengir 6000 m
- Rofar og tenglar 210 stk
- Hita- og neysluvatnslagnir 700 m
- Kantaðir stokkar 2500 kg
- Sívalir stokkar 260 m
- Beygjur, tengistykki, dreifarar 340 stk
Verklok eru 1. júní 2021
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 27.07.2020. Senda skal beiðni um útboðsgögn á netfangið jon.vidar.gudjonsson@efla.is og gefa upp nafn bjóðanda, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang.
Tilboðum skal skila til Eflu hf., Lynghálsi 4, 110 Reykjavík, fyrir kl. 10:00, fimmtudaginn 27.08.2020 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.