Home Fréttir Útboð 11.08.2015 Opin svæði – Framkvæmd. Gullengi, Krosshamrar, Smárarimi.

11.08.2015 Opin svæði – Framkvæmd. Gullengi, Krosshamrar, Smárarimi.

138
0

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Opin svæði – Framkvæmd. Gullengi, Krosshamrar, Smárarimi.
Útboð nr. 13514.

Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Verkið er fólgið í framkvæmd endurbóta þriggja opinna leiksvæða í Grafarvogi í Reykjavík, við Gullengi, Krosshamra og Smárarima. Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Leiktæki verða ýmist endurnýjuð eða tekin upp og endurstaðsett. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, fylling að leiktækjum, malbikun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða, girðinga og frágangur kringum leiktæki.
Verkkaupi leggur til leiktæki, fallvarnarefni og verða þeir verkliðir unnin af verktökum / aðilum á vegum söluaðila (leiktækja og yfirborðsefna) samhliða öðrum verkþáttum verktaka.
Verktaki þarf að samræma sína vinnu gagnvart öðrum framkvæmdaraðilum á svæðinu og taka fullt tillit til þeirra vinnu.

Útboðsgögn á geisladiski verða seld á 3.000 kr. frá og með mánudeginum 27. júlí 2015 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14, 1.hæð, 105 Reykjavík.

Opnun tilboða: Þriðjudaginn 11. ágúst 2015 kl. 11:00, í Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. Tilboðum skal skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar.