Home Fréttir Í fréttum Vestfirskir verktakar byggja geymslu – og atvinnuhúsnæði í Bolungarvík

Vestfirskir verktakar byggja geymslu – og atvinnuhúsnæði í Bolungarvík

167
0

Vestfirskir verktakar ehf undirbúa nú byggingu á geymslu- og atvinnuhúsnæði að Mávakambi 1-3 í Bolungarvík

<>

Um er að ræða geymslu- og atvinnuhúsnæði á einni hæð.

Burðarvirki hússins er stálgrind. Flatarmál þess er 941,6 m2 brúttó.

Húsið er 66,2 metrar að lengd og 14,2 metrar að dýpt. Húsið skiptist upp í 11 jafnstór bil, öll 85,6 m2 brúttó.

Sökklar og gólfplata eru úr steinsteypu. Einangrað er niður með sökklum og undir gólfplötu með 75 mm plasteinangrun (24kg/m3).

Útveggir og þak eru úr stálsamlokueiningum og milliveggir á milli eignarhluta eru einangraðar stálsamlokueiningar (steinullareinangrun) eldvarðar.

Hurðir og gluggar eru úr PVC og gluggar með tvöföldu einangrunargleri.
Iðnaðarhurðir eru með standardbrautum, gluggum og mótorum.

Húsið afhendist miðað við eftirfarandi skilalýsingu:
með vélslípaðri gólfplötu
með stofnum rafmagns og vatns í hverju rými
með einu gólfniðurfalli í hverju rými
með stútum fyrir salerni í hverju rými
lóð verður grófjöfnuð
án allra innréttinga, þmt. kaffistofu og baðherbergi

Stefnt er að því að hefja byggingu hússins í ágúst 2020 og afhending verði í febrúar 2021.

Heimild: BB.is