Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Reykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun, MÁU – hönnun

Opnun útboðs: Reykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun, MÁU – hönnun

367
0
Frá Reykjanesbraut. Mynd: Vísir/Vilhelm

Fyrri opnunarfundur 22. júlí 2020.

<>

Mat á umhverfisáhrifum, for- og verkhönnun fyrir breikkun Reykjanesbrautar (41), frá núverandi mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg að enda fjögurra akreina brautar vestan Straumsvíkur í Hvassahrauni.

Á vegkaflanum skal breikka núverandi Reykjanesbraut til suðurs, hanna ein mislæg gatnamót, ein undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð, vegtengingu að Straumi og vegtengingu að skolpdælustöð austan Straumsvíkur.

Lengd vegkafla Reykjanesbrautar  er um 5,6 km.

Verkinu skal lokið 1. febrúar 2022.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Þann 11. ágúst 2020 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Eftirtaldir aðilar skiluðu inn tilboði innan tilboðsfrests.

Efla ehf.., Reykjavík
Mannvit, Kópavogi
Verkís ehf., Reykjavík
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík
Hnit, verkfræðistofa, Reykjavík