Bygging Stapaskóla í Reykjanesbæ gengur vel og er húsnæði skólans að taka á sig endanlega mynd. Þá eru hafnar framkvæmdir við skólalóðina sem er stór og mikil.
Nýi skólinn í Innri-Njarðvík verður fyrir nemendur í 1.–10. bekk og þar verður einnig rekinn leikskóli ásamt því að vera menningarmiðstöð fyrir grenndarsamfélagið.




Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi með dróna yfir Stapaskóla og hluta byggðarinnar í Innri-Njarðvík í byrjun júlí.
Heimild: VF.is