Mikil aukning er í auglýstum leiguíbúðum á Akureyri í gegnum netið á milli ára. Á vefsíðunni www.airbnb.com má finna upplýsingar um leiguhúsnæði víðsvegar um heim. Í fyrra voru um það bil 80 íbúðir skráðar á Akureyri og nágrenni á vefsíðunni en í dag eru skráðar um 180 íbúðir. Sædís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri fasteignaskráningar á Akureyri, segir að eitthvað sé um að fólk leigi út íbúðir án þess að hafa réttindi til þess.
María Helena Tryggvadóttir, verkefnisstjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu, segir að með netauglýsingum sé auðveldara að koma þjónustu eins og gistirými á framfæri án þess að hafa tilskilin leyfi og einnig sé hægt að bera bera saman gististaði og verð.
Heimild: Vikudagur.is