Home Fréttir Í fréttum Bætt­ur aðgang­ur að Búr­fells­skógi

Bætt­ur aðgang­ur að Búr­fells­skógi

423
0
Nýja brú­in er yfir hinn gamla far­veg Þjórsár, ofan við Þjófa­foss og á milli Bjarnalóns og Búr­fells­stöðvar. Tölvu­teikn­ing/​Lands­virkj­un

Lands­virkj­un hyggst láta gera göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá, ofan við Þjófa­foss, í haust og vet­ur. Aug­lýst hef­ur verið útboð fyr­ir fram­kvæmd­ina sem áætlað er að kosti 250-300 millj­ón­ir kr.

<>

Til­gang­ur fram­kvæmd­ar­inn­ar er að bæta aðgengi að Búr­fells­skógi en hann hef­ur losnað aðeins úr tengsl­um við um­hverfið eft­ir fram­kvæmd­ir við Búr­fells­stöð 2.

Þá mun brú­in tengja sam­an kerfi reiðvega og göngu­stíga sem eru fyr­ir beggja vegna Þjórsár, það er að segja í sveit­ar­fé­lög­un­um Rangárþingi ytra að aust­an og Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi að vest­an­verðu.

Verkið sem Lands­virkj­un hef­ur aug­lýst felst í bygg­ingu 102 metra langr­ar stál­bita­brú­ar með timb­urdekki.

Verktími er skil­greind­ur frá 1. sept­em­ber og er áætlað að meg­inþungi fram­kvæmda verði í haust. Skila á verk­inu fyr­ir 31. maí á næsta ári.

Heimild: Mbl.is