Home Fréttir Í fréttum 11.08.2020 Vestfjarðavegur (60) Gufudalsá – Skálanes

11.08.2020 Vestfjarðavegur (60) Gufudalsá – Skálanes

270
0
Frá Vestfjarðavegi Mynd: Vísir/Egill Aðalsteinsson

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar (60-28) á um 6,6 km kafla frá Gufudalsá að Skálanesi.

<>

Verkið skiptist í tvo kafla, annars vegar um 5,4 km langan kafla frá Gufudalsá að Melanesi.

Sá kafli er ekki hluti af framtíðar Vestfjarðavegi en mun þjóna umferð um Gufudal þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar verður framkvæmd.

Hins vegar um 1,2 km langan kafla frá Melanesi að Skálanesi, en sá kafli er hluti af framtíðar Vestfjarðavegi.

Helstu magntölur eru:

–       Fylling úr skeringum                41.700 m3

–       Fláafleygar úr skeringum        27.000 m3

–       Ræsalögn                                  500 m

–       Styrktarlag                           25.800 m3

–       Burðarlag                             10.200 m3

–       Klæðing                               44.200 m2

Verkinu skal að fullu lokið  15. júlí 2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með laugardeginum 13. júlí 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 11. ágúst 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.