Home Fréttir Í fréttum Opna tilboð í nýja flugstöð á Akureyri

Opna tilboð í nýja flugstöð á Akureyri

423
0
Hugmynd að útfærslu flugstöðvarinnar Mynd: AVH - Aðsend mynd
Tilboð í hönnun viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli verða opnuð á morgun. Þá verða útboð vegna stækkunar flughlaðsins auglýst á næstu dögum.

Stækkun flugstöðvar og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli eru á meðal samgönguframkvæmda í sérstökum efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufarsóttarinnar, sem kynnt voru í mars.

<>

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia verða tilboð í hönnun á viðbyggingu og breytingu á flugstöðinni opnuð á morgun, 10. júlí. Þar er um að ræða 1000 fermetra byggingu fyrir millilandaflug og aðlögun núverandi flugstöðvar að breyttri notkun.

Þá verði útboð vegna stækkunar flughlaðs auglýst á næstu dögum. Í því felst jarðvinna vegna flutnings olíutanka og ferging á flughlaði.

Á þessu ári eru 200 milljónir króna ætlaðar í hönnun á stækkun flugstöðvarinnar og 315 milljónir í flughlaðið. Áætlað er að um 50 ársverk  skapist þegar framkvæmdir við flugstöðina hefjast og að um 40 ársverk verði til við stækkun á flughlaði.

Heimild: Ruv.is