Home Fréttir Í fréttum 21.07.2020 Hringvegur (1) um Heiðasporð

21.07.2020 Hringvegur (1) um Heiðasporð

364
0

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu á hringvegi um Heiðasporð.

<>

Um er að ræða endurbyggingu á 1,8 km kafla á hringvegi um Heiðasporð þar sem töluverðar breytingar verða á veglínu

Helstu magntölur eru:

–       Bergskeringar                        77.350 m3

–       Fylling úr skeringum               81.550 m3

–       Ræsalögn                                    130 m

–       Endafrágangur ræsa                       8 stk.

–       Styrktarlag                              12.550 m3

–       Burðarlag                                  3.650 m3

–       Klæðing, tvöföld                       16.000 m2

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 6. júlí 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. júlí 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.