Home Fréttir Í fréttum Vöxt­ur í bygg­ingu nýrra íbúða í Reykja­vík

Vöxt­ur í bygg­ingu nýrra íbúða í Reykja­vík

133
0
Árið 2018 var metár í bygg­ingu nýrra íbúða í Reykja­vík en á því ári hófst bygg­ing á 1.417 íbúðum í Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sam­tals var haf­in bygg­ing 646 nýrra íbúða  í Reykja­vík ef litið er á út­gef­in bygg­ing­ar­leyfi á þessu ári frá janú­ar til júlí.  Íbúðirn­ar eru flest­ar í fjöl­býli eða 631, tíu íbúðir eru í tví­býl­is­húsi og fimm ein­býli.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­víku­borg.

Þar seg­ir, að á ár­inu 2019 hafi 846 nýj­ar íbúðir farið í bygg­ingu og því verði ný­bygg­ing­ar að öll­um lík­ind­um fleiri í ár en í fyrra. Sam­tals hafi bygg­ing haf­ist á 5.680 nýj­um íbúðum frá árs­byrj­un 2015 og það sé mesta upp­bygg­ing­ar­tíma­bil nýrra íbúða í Reykja­vík í ára­tugi.

„Árið 2018 var metár í bygg­ingu nýrra íbúða í Reykja­vík en á því ári hófst bygg­ing á 1.417 íbúðum í Reykja­vík skv. út­gefn­um bygg­ing­ar­leyf­um. Heild­ar­fjöldi íbúðaein­inga er hátt í 54.000 í borg­inni í dag.

Mesta sam­drátt­ar­skeið í bygg­ingu nýrra íbúða í Reykja­vík var frá 2009 til 2011 en þá var haf­in smíði á sam­tals 282 íbúðum yfir tíma­bilið og þar af ein­ung­is tíu íbúðir árið 2010,“ seg­ir enn­frem­ur.

Heimild: Mbl.is